fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Sagður hafa misþyrmt lögreglumanni og hótað að berja eiginkonur og börn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 19:20

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörutíu og tveggja ára gamall maður frá Akureyri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og sérlega hættulega líkamsárás. Atvikið átti sér stað 2. desember 2018.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum en ákæran er í tveimur liðum. Í fyrsta lagi er manninum gefið að sök að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni inni í lögreglubíl fyrir utan Enska barinn í Austurstræti, en lögreglumaðurinn hafði handtekið manninn. Er hann sagður hafa sparkað tvisvar í andlit lögreglumannsins með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut heilahristing, mar á augnloki og augnsvæði og yfirborðsáverka á höfuð.

Í annan stað er manninum gefið að sök að hafa skömmu síðar, á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, hótað fjórum lögreglumönnum sem þar voru við skyldustörf ofbeldi og sagst ítrekað ætla að lemja konur þeirra og börn.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Maðurinn játaði sök sína skýlaust og er dómsuppkvaðning í málinu á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“
Fréttir
Í gær

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma
Fréttir
Í gær

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“