fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Karl prins sagði Díönu prinsessu hræðilegan sannleikann kvöldið fyrir brúðkaupið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 06:45

Díana og Karl á brúðkaupsdaginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvöldið áður en Karl Bretaprins og Díana Spencer, sem fékk síðan prinsessutitil, gengu í hjónaband sagði Karl henni einar verstu fréttir sem nokkur brúður getur fengið. Þetta kemur fram í nýrri heimildamynd: The Diana interview: The Revenge of a Princess. Það er Penny Thornton sem segir þetta í myndinni en hún er stjörnuspekingur sem Díana byrjaði að ráðfæra sig við 1986.

Samkvæmt því sem hún segir þá var Díana við það að aflýsa brúðkaupinu eftir að Karl sagði henni að hann elskaði hana ekki. Daily Star skýrir frá þessu.

Karl og Díana kynntust 1977 en það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem ástir tókust þeirra á milli. Karl bað Díönu í febrúar 1981 og þau gengu í hjónaband þann 29. júlí þetta sama ár. En kvöldið áður taldi Karl rétt að létta á hjarta sínum við Díönu og segja henni sannleikann um að hann elskaði hana ekki.

Karl sagði henni sannleikann kvöldið fyrir brúðkaupið.

„Það var hræðilegt að gera verðandi eiginkonu sinni þetta, daginn fyrir brúðkaupið,“ segir Thornton í myndinni.

En brúðkaupinu var ekki aflýst og þau játuðust hvort öðru eins og til stóð. Hjónabandið var stormasamt og þau virtust ekki eiga vel saman, hvort 13 ára aldursmunur átti þar hlut að máli er ekki vitað með vissu. 11 árum eftir að þau gengu í hjónaband var tilkynnt að þau ætluðu að skilja. Þau eignuðust synina William og Harry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga