fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Pressan

Mitch McConnell styður afneitun Trump á kosningaúrslitunum – Ástæðan er þó önnur en ástæða Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 22:10

Mitch McConnell. Mynd:EPA-EFE/SHAWN THEW

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í Bandaríkjunum á að telja öll lögleg atkvæði. Ekki skal telja eitt einasta ólöglegt atkvæði,“ þessi orð Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild þingsins, gætu alveg eins hafa komið úr munni Donald Trump forseta. En líklegt má telja að það séu aðrar ástæður að baki orðum McConnell en hjá forsetanum sem reynir að ríghalda í völdin.

Ander Agner, aðalritstjóri vefmiðilsins kongressen.com telur að McConnell viti vel að Joe Biden verði næsti forseti og hafi enga trú á að kosningaúrslitin breytist. En þar sem hann sé margreyndur og slyngur stjórnmálamaður vilji hann leggja mikið á sig til að Repúblikanaflokkurinn standi þétt saman.

Hann telur að að baki þessu liggi síðan hinar mikilvægu kosningar sem fara fram í Georgíu þann 5. janúar næstkomandi. Þar verður kosið um tvö sæti í öldungadeildinni en enginn frambjóðandi náði tilskyldum 50% atkvæða í fyrstu umferðinni en það er atkvæðamagnið sem þarf til að sigra í ríkinu.

Þessi tvö þingsæti skipta gríðarlega miklu máli og geta haft mikil áhrif á forsetatíð Joe Biden. Kosningarnar geta tryggt Repúblikönum meirihluta í öldungadeildinni og ef þeir ná honum geta þeir gert út af við frumvörp Biden og þannig gert forsetatíð hans mjög erfiða.

Eftir tvö ár gæti staðan síðan versnað enn frekar fyrir Biden. Þá verður kosið um þriðjung sæta í öldungadeildinni og öll sætin í fulltrúadeildinni. Það gerist oft í þessum kosningum á miðju kjörtímabili sitjandi forseta að flokki hans sé refsað. Trump lenti í því, Obama lenti í því og Bush. Þær kosningar gætu tryggt Repúblikönum meirihluta í báðum þingdeildum og þá verður staða Biden, sem forseta, mjög erfið því meirihluti beggja þingdeilda þarf að samþykkja lagafrumvörp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Margir þekktir á meðal þeirra sem létust í harmleiknum

Margir þekktir á meðal þeirra sem létust í harmleiknum
Pressan
Í gær

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli

Kostuleg viðbrögð blaðamanns við réttlætingum embættismanna á tollastefnunni vekja athygli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt

Á þessum tveimur aldursskeiðum eldist líkaminn mjög hratt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman

Svona er hægt að halda gulrótum ferskum mánuðum saman