fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Mikið tap á rekstri RÚV – Samdráttur fyrirsjáanlegur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áætlað tap RÚV á árinu er um 250 milljónir og er það allt rakið til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar en hann hefur haft mikinn kostnaðarauka í för með sér og tekjutap. Þetta kemur fram í umsögn Stefáns Eiríkssonar, útvarpsstjóra, við fjárlagafrumvarp næsta árs en hann sendi fjárlaganefnd umsögn sína. Í henni kemur einnig fram að samdráttur í umsvifum RÚV sé fyrirsjáanlegur.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í umsögn Stefáns segir að auglýsingatekjur RÚV hafi dregist töluvert saman þegar heimsfaraldurinn skall á. Á þessu ári er tekjufallið talið verða um 300 milljónir.

RÚV hefur einnig orðið fyrir umtalsverðum beinum kostnaði vegna heimsfaraldursins, til dæmis vegna þess hlutverks sem RÚV gegnir samkvæmt landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu og lögum. Á þessu ári verður beinn aukinn kostnaður hátt í 80 milljónir.

Þessir þættir og fleiri valda því að rekstur RÚV verður 470 milljónum króna lakari á árinu en ráð var fyrir gert.

Í umsögn sinni segir Stefán að á næsta ári sé gert ráð fyrir að rúmlega 600 milljónir vanti í rekstur RÚV. Þessu verði ekki eingöngu hægt að mæta með hagræðingu og niðurskurði. Fyrirsjáanlegt sé að grípa þurfi til breytinga og samdráttar í dagskrárgerð og fréttaþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“