fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Fox News hefur fengið nóg – Rufu útsendingu frá fréttamannafundi á vegum Trump – Ótrúleg samsæriskenning frá Trump

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 05:33

Skjáskot af útsendingu Fox News í nótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá ótrúlegi atburður átti sér stað í gærkvöldi að bandaríska sjónvarpsstöðin Fox News rauf útsendingu frá fréttamannafundi á vegum Donald Trump. Þar kom Kayleigh McEnany, fjölmiðlafulltrúi Trump, fram og hélt uppteknum hætti kosningaframboðs Trump með að setja fram staðlausar ásakanir um kosningasvindl. En hjá Fox News var fólki greinilega nóg boðið og var útsendingin rofin. Það virðist sem sjónvarpsstöðin, sem var áður uppáhaldssjónvarpsstöð Trump, sé að snúa baki við honum.

McEnany tók til máls á fréttamannafundinum og byrjaði að setja fram ótrúlegar ásakanir um kosningasvindl án þess að leggja fram svo mikið sem eina sönnun fyrir máli sínu. Þá sagði þulur Fox News að sjónvarpsstöðin gæti ekki með góðri samvisku haldið áfram útsendingu á fölskum ásökunum hennar sem hún hefði ekki sannað á nokkurn hátt.

Trump heldur því staðfastlega fram að hann hafi sigrað í forsetakosningunum og það er eflaust ekki til að bæta skap hans að Joe Biden hlaut miklu fleiri atkvæði en hann og setti raunar met hvað varðar fjölda atkvæða. En Trump reynir að ríghalda í forsetaembættið og hefur gert her lögmanna út til að reyna að fá dómstóla til að úrskurða niðurstöður kosninga í nokkrum ríkjum ólögmætar en sérfræðingar eru flestir sammála um að þessar tilraunir muni ekki bera neinn árangur.

Í nótt setti Trump fram nýja og ótrúlega samsæriskenningu í tengslum við það mikla samsæri sem hann telur vera í gangi og beinast að honum.

Eins og fram kom í fréttum í gær tilkynnti Pfizer lyfjafyrirtækið í gær að bóluefni þess gegn kórónuveirunni sýni rúmlega 90% virkni. Það gæti því farið svo að sigur gegn heimsfaraldri kórónuveirunnar sé ekki svo langt undan en heimsfaraldurinn hefur nú orðið rúmlega einni milljón manna að bana og haft gríðarleg áhrif á efnahagslíf heimsins.

En Trump sá samsæri í tengslum við þessa tilkynningu Pfizer og tjáði sig um málið á Twitter í nótt þar sem hann sagði að Demókratar og bandaríska lyfjastofnunin, FDA, hafi ekki viljað að bóluefni væri tilbúið fyrir kosningarnar því þá hefði hann sigrað. Í staðinn hafi verið tilkynnt um það fimm dögum eftir kosningarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin