Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út klukkan hálf níu í kvöld eftir að tilkynning barst um veiðimann í vandræðum í grend við Sporðöldulón. Maðurinn finnur ekki bílinn sinn og er einn á ferð. Björgunarsveitarfólk og lögregla hafa reynt að staðsetja manninn út frá farsímanum hans og nálgast nú vettvang þar sem talið er að maðurinn sé, segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörg.
Uppfært klukkan 04.15 þann 10.11.2020
Maðurinn fannst um klukkan 21.30, heill á húfi og var fluttur til byggða.