Héraðssaksóknari hefur kært karl og konu sem bæði eru á fertugsaldri fyrir peningaþvætti. Brotastarfsemi þeirra á að hafa staðið yfir frá því árið 2017 og þar til í janúar á þessu ári.
Manninum er gefið að hafa tekið við inn á bankareikninga sína hjá Íslandsbanka alls rúmlega 27 milljónum krónu. Hann er jafnframt sagður hafa keypt evrur fyrir vel á 13. milljón króna. Þá er honum gefið að sök að hafa fengið konuna til að umbreyta rúmlega 8 milljónum króna í evrur.
Konunni er gefið að sök að hafa frá því í júní 2018 og fram í mars 2019 tekið við 8,1 milljón króna í reiðufá frá manninum og skipt því í evrur. Er sagt að konunni hefði ekki átt að hafa dulist að um illa fengið fé færi að ræða.
Umrætt fé er sagt vera ávinningur af afbrotum.
Þess er krafist að bæði maðurinn og konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. nóvember næstkomandi.