fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

7 mánuðir fyrir skattsvik og peningaþvætti – Fær mánuð til að borga 35 milljónir

Heimir Hannesson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 12:20

Argentína steikhús. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Sigfússon, fyrrverandi eigandi Argentínu steikhúss, var í október sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skattsvik og peningaþvætti. Dómurinn birtist í dag á heimsíðu dómstólanna. Eins og DV sagði frá fyrr í haust, þegar Kristján var ákærður, var Kristján annar eigandi veitingastaðarins sögufræga allt frá árinu 1990 og þar til félag í hans eigu, Pottur ehf., varð gjaldþrota árið 2017. Tóku þá aðrir eigendur við rekstri Argentínu steikhúss.

Ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú Potts ehf. á sínum tíma, en lýstar kröfur voru 86 milljónir.

Kristján var ákærður fyrir meiri háttar brot á skattalögum og peningaþvætti, með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum Potts ehf., og að hafa ekki greitt virðisaukaskatt sem innheimtur var í rekstri félagsins á árunum 2015 og 2016. Nam vangreiddur virðisaukaskattur rúmum ellefu milljónum.

Þá var Kristján einnig ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda á árunum 2015, 2016 og fyrstu tveim mánuðum 2017. Samtals námu svikin rúmum 17 milljónum.

Samanlagt var því um tæplega 29 milljóna skattsvik að ræða. Kristján viðurkenndi brot sín við þingfestingu málsins og kom þá fram í máli hans og lögmanns síns að rekstur veitingastaðarins hafði þyngst verulega á undanförnum árum, útgjöld hækkað og samkeppnin harðnað. Peningarnir sem áttu að renna til ríkisins fóru, að þeirra sögn, í reksturinn en ekki vasa eiganda.

Fyrir brot sín er Kristjáni gert að sjö mánaða fangelsisdómi, skilorðsbundnum til tveggja ára. Þá skal hann greiða 35 milljóna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikan en sæta annars 12 mánaða fangelsisvist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“
Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Í gær

Piltur úr tálbeituhópnum ræðir við DV: Segir þingmenn og aðra broddborgara klæmast við börn á netinu

Piltur úr tálbeituhópnum ræðir við DV: Segir þingmenn og aðra broddborgara klæmast við börn á netinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellert B. Schram fallinn frá

Ellert B. Schram fallinn frá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump