fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Kynlífsherbergi í miðborginni auglýst til sölu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 06:30

Kynlífsherbergið sem staðsett var í miðborg Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi birtist auglýsing á Brask og brall.is þar sem kynlífsherbergi er sagt til sölu. Um er að ræða húsnæði og rekstur sexroom.is. Í auglýsingunni segir að tvö rými séu í húsnæðinu, eitt sé full innréttað en hitt tómt. Fram kemur að fyrir réttan aðila geti þessi rekstur blómstrað. Ásett verð er 29,9 milljónir.

Áhugasamir geta haft samband í netfangið issexroom@gmail.com að því er segir í auglýsingunni. Ekki eru gefnar meiri upplýsingar um reksturinn eða herbergið. Margir hafa greinilega séð auglýsinguna á Brask og brall.is því nokkur hundruð manns hafa tjáð sig um hana og „lækað“  við hana.

Auglýsingin sem birtist í gærkvöldi. Skjáskot/Facebook

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DV hefur áður fjallað um kynlífsherbergið og skýrði þá meðal annars frá því að það sé í miðborginni og að fyrsti klukkutíminn í því kosti 15.000 krónur en síðan lækki verðið í 6.000 krónur á klukkustund. Í þeirri umfjöllun kom fram að fara þyrfti inn á heimasíðuna sexroom.is og greiða með greiðslukorti eða með Pei-greiðslukerfinu. Síðan er gefið upp símanúmer sem staðfestingarkóði er sendur í. Klukkustund fyrir bókaðan tíma fékk leigutakinn síðan sms með upplýsingum um staðsetningu herbergisins.

Blaðamaður DV heimsótti herbergið í sumar til að kanna málið og hér er hægt að lesa um upplifun hans í þeirri heimsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024