fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025

Burt með fjárans jólabjöllurnar

Svarthöfði
Laugardaginn 7. nóvember 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði er ekki frá því að þjóðarsálin sé haldin geðhvörfum. Eftir nokkrar vikur af bullandi þunglyndi og farsóttarkvíðaröskun eru Íslendingar upp til hópa skyndilega orðnir bullandi manískir. Húsmæður og -feður í fjötrum ofvirks oflætis marsera um heimili sín með tuskuna í einni og Bing & Grøndahl jólapostulínið í hinni að græja og gera fyrir jólin milli þess sem slurkur er drukkinn af einum af þeim skrilljón jólabjórum sem nú flæða yfir samfélagið. Það liggur við að jafn margir jólabjórar standi til boða og Íslendingar eru margir.

Á sem sagt bara að hafa tveggja mánaða jólahátíð? Strax má líta æsta grímuklædda Íslendinga á þönum um matvöruverslanir með körfur fullar af reyktu kjöti.

Líklega verður erfitt að kjaga fram úr rúminu á aðfangadag með þessu framhaldi. Allir svo illa haldnir af bjúg að heildar vatnssöfnunin gæti séð heilu héraði í Afríku fyrir nægjanlegu drykkjarvatni mánuðum saman. Og hvernig sjá menn fyrir sér að sinna fjarvinnunni þegar bjúgaðir fingurnir eru orðnir of stórir fyrir lyklaborðin?

Sem betur fer ætti hver einasti Íslendingur að eiga núna hið minnsta eina ketilbjöllu. Svona miðað við það að Costco hefur ekki undan að fylla á birgðir sínar og ganga ketilbjöllur nú sölum í undirheimum Íslands líkt og um heróín af hreinustu sort væri að ræða.

Ef einhver á heimili Svarthöfða svo mikið sem gerir sig líklegan til að byrja að raula Ef ég nenni, þá stingur Svarthöfði á hljóðhimnur sínar.

Rétt er að taka það fram að Nóa-konfekt læknar ekki COVID-19 líkt og sumir virðast farnir að halda og ef menn ætla að safna hátíðarmör í heila tvo mánuði þá skulu þeir ekki láta sér detta í hug að því verði reddað um leið og Bjössi í World Class fær að opna fyrir spinningtímana aftur.

Á meðan suða í sjónvarpinu uppfærslur af kosningavæli frá allt annarri þjóð sem er heilan hafsjó í burtu frá okkur. Þar er kosið á milli kúks og skíts eða öllu heldur fávita eða elliærs. Af hundruðum milljóna íbúa eru frambærilegustu mennirnir til forsetaembættisins svo ógeðslega óspennandi að marga dreymir um að annar þeirra geispi golunni eftir að hann verður svarinn í embætti sem forseti til að hleypa fyrstu konunni í embættið. Líklega er þetta frambærilegasta raunveruleikasjónvarpið sem er í boði í dag. Ótrúverðugar persónur samt sem haga sér eins og persónur í Heilsubælinu í Gervahverfi og þetta eiga að vera leiðtogar eins stærsta stórveldis í heiminum

Það er erfitt fyrir Svarthöfða að halda í gleðina á þessum tímum. Helst vill hann skreyta jólatréð á hádegi á aðfangadag og vera laus við allt stúss og vesen þangað til. Og engan veginn vill hann bæta við vaxandi lista af áhyggjum einhverjum elliærum forseta hinum megin við hafið. Góðir þjóðarleiðtogar eiga í það minnsta tíu buff og Svarthöfði skal hundur heita ef Joe Biden eða Donald Trump eiga eitt einasta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Reyndi að múta lögreglunni eftir kynlíf á almannafæri

Reyndi að múta lögreglunni eftir kynlíf á almannafæri
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fylkir framlengir við Daníel Þór og aðra efnilega leikmenn

Fylkir framlengir við Daníel Þór og aðra efnilega leikmenn
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn

Aðeins 5 prósent eru eingöngu fótboltamenn
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni