fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Uppáhalds bækurnar dregnar fram í sóttkví

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 16:00

Una Borg æfir karate af kappi og elskar góðar bækur. MYND/RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Borg Garðarsdóttir var send í sóttkví ásamt skólafélögum sínum í síðustu viku. Una er bjartsýn að eðlisfari og fór beint í að gera gott úr málunum. Hún er fjórtán ára karatehetja sem elskar góðar bækur. Svarið við inniverunni var ekki vandfundið.

Una hefur alltaf verið mikill lestrarhestur en fyrsta bókin sem hún man eftir að hafa lesið var Hvar er Depill? „Ég las hana örugglega yfir 100 sinnum,“ segir Una og hlær.

Hún segist stundum hlusta á hljóðbækur en kjósa frekar að lesa sjálf því þá lifi hún sig betur inn í söguna. „Næsta bók sem ég ætla að lesa er Órar og svo framhaldið af henni Óreiða efir Lauren Oli-ver.Þegar ég leita mér að bók reyni ég alltaf að finna bók með góðum söguþræði og ég dýrka að lesa ástarsögur.

 

LOFORÐIÐ eftir Hrund Þórsdóttur
Útgáfuár: 2007
Loforðið var valin besta sagan í samkeppninni um Íslensku barna-bókaverðlaunin 2007 og þykir einstaklega vel skrifuð. Höfundur bókarinnar, fjölmiðlakonan Hrund Þórsdóttir, nær á einstakan og nærgætinn hátt að fjalla um sorg og missi. Bókin lýsir þeim tilfinningum sem bærast með ellefu ára stelpu sem verður fyrir því að missa bestu vinkonu sína. Sagt er frá vináttu stelpnanna, áfallinu og söknuðinum, og síðast en ekki síst skrýtna lyklinum og loforðinu sem Ásta gefur vinkonu sinni og sver við leynistaðinn að standa við.
Umsögn: „Vel skrifuð bók og ég hef lesið hana allavega fjórum sinnum. Hún fékk mig til að hlæja og gráta.

 

SKJALDBÖKUR ALLA LEIÐINA NIÐUR eftir John Green
Útgáfuár: 2018
John Green þykir einn fremsti ung-mennahöfundur samtímans. Bókin fjallar um Azu sem ætlaði aldrei að velta sér upp úr ráðgátunni um horfna milljarðamæringinn Russell Pickett. En þar sem hún þekkir eldri son hans, Davis, finnst bestu vin-konu hennar að þær eigi að rann-saka málið – enda eru verðlaun fyrir upplýsingar, hundrað þúsund dalir.Aza reynir að vera góð dóttir, góður vinur, góður námsmaður og kannski meira að segja góður spæjari en það er erfitt þegar óboðnar hugs-anir þrengja sífellt að.
Umsögn: „Spennandi og skemmtilegur söguþráður sem heldur les-andanum vel. Mæli með ef þið hafið áhuga á ráðgátum.

 

RÖKKURHÆÐIR eftir Birgittu Elínu Hassell og Mörtu Hlín Magnadóttur
Útgáfuár: 2012-2014
Rökkurhæðir eru sex bóka sería sem rífur upp gæsahúðina. Fyrsta bókin, Rústirnar, fjallar um Pétur Kristin sem er nýfluttur í gamalt hús við Kirkjulund þar sem stuttu áður áttu sér stað hræðilegir atburðir. Hann er samt sannfærður um að þar sé ekkert illt á sveimi … þar til hann rekur augun í dularfullar verur sem eru að baksa í garðinum hans, garðinum sem liggur upp að kirkjugarðinum.
Umsögn: „Þessi sería er frábær fyrir þá sem fíla hryllingsbækur sem eru ekki of hræðilegar. Mæli með þessum bókum, fær hárin á höfði manns til að rísa!“

 


SKRIFAÐ Í STJÖRNURNAR eftir John Green

Útgáfuár: 2014
Önnur sleggja frá John Green. Sagan kannar á stórkostlegan hátt þá fyndnu, spennandi og sorglegu hlið þess að vera á lífi og ástfanginn. Kjarkmikil, virðingarlaus, hrá og full af innsæi.Bókin fjallar um langveika stúlku að nafninu Hazel. Þrátt fyrir það kraftaverk að æxlið hafi minnkað, hefur Hazel ætíð verið dauðvona og lokakafli hennar lagður strax við greiningu. En þegar glæsilegur viðsnúningur á sögunni, í líki Augustus Waters, birtist skyndilega í stuðningshópnum fyrir krabba-meinsgreind börn, er saga Hazel skrifuð upp á nýtt.
Umsögn: „Mjög falleg og sorgleg saga. Ég fann fyrir öllum mögulegum tilfinningum á meðan ég las hana. Gleði, sorg og reiði.“



HA
RRY POTTER OG BÖLVUN BARNSINS eftir J.K. Rowling
Útgáfuár: 2016
Áttunda sagan um Harry Potter gerist nítján árum eftir að síðustu bók lauk. Bókin er leikrit sem nú er sýnt í London. Bókin kom út níu árum eftir að sú síðasta í Potter-seríunni leit dagsins ljós.
Umsögn: „Skemmtileg og sérstaklega ef þú ert Harry Potter aðdáandi. Það er gaman að fá loks framhald.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Veðbankar segja þetta líklegasta áfangastað Southgate eftir tíðindin í morgun

Veðbankar segja þetta líklegasta áfangastað Southgate eftir tíðindin í morgun
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Gekk frá hatrömmum skilnaði degi fyrir andlátið

Gekk frá hatrömmum skilnaði degi fyrir andlátið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Freyr krækir í landsliðsmarkvörð

Freyr krækir í landsliðsmarkvörð