fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Snowden sækir um rússneskan ríkisborgararétt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 22:00

Edward Snowden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden og eiginkona hans hafa sótt um rússneskan ríkisborgararétt. Hann segir að þetta geri þau til að koma í veg fyrir að vera skilin frá ófæddum syni þeirra á tímum heimsfaraldurs og lokaðra landamæra.

Eiginkona hans, Lindsay, á von á barni seinnipartinn í desember að því er RIA fréttastofan segir.

Snowden, sem er 37 ára, flúði frá Bandaríkjunum eftir að hann lak miklu magni gagna árið 2013 sem sýndu hvernig starfsemi US National Security Agency fór fram en hann var verktaki hjá stofnuninni.

Bandarísk yfirvöld hafa alla tíð síðan viljað fá Snowden til Bandaríkjanna þar sem hann á ákæru fyrir njósnir yfir höfði sér.

„Eftir áralangan aðskilnað frá foreldrum okkar höfum við enga löngun til að vera aðskilin frá syni okkar. Það er ástæðan fyrir að á þessum tímum heimsfaraldurs og lokaðra landamæra sækjum við um tvöfaldan ríkisborgararétt, bandarískan og rússneskan,“

skrifaði Snowden á Twitter.

Hann hefur nú þegar fengið varanlegt dvalarleyfi í Rússlandi en það fékk hann í síðasta mánuði að sögn lögmanns hans. Það er mikilvægt skref í áfanganum að ríkisborgararétti.

Snowden lætur lítið fyrir sér fara í Rússlandi. Hann hefur dásamað náttúrufegurð landsins og hversu hjartahlý þjóðin er. Hann notar samfélagsmiðla öðru hvoru til að gagnrýna yfirvöld.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í ágúst að hann væri að íhuga að náða Snowden en ekkert meira hefur heyrst af þeim hugleiðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut