Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í samantekt Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Fram kemur að ríkið hafi ekki viljað taka þátt í þessum kostnaði þótt það notist við eigin heilbrigðisstofnanir og gagnrýna forsvarsmenn stofnananna þetta.
Haft er eftir Gísla Páli Pálssyni, formanni SFV, að þessir peningar séu til hjá Sjúkratryggingum Íslands því gert hafi verið ráð fyrir því á fjárlögum að greitt yrði fyrir þessa daga.
Útlitið er slæmt fyrir þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Ástæðan er að smit hefur borist inn á fjögur hjúkrunarheimili en komust aðeins inn á eitt í fyrstu bylgjunni.
Þau daggjöld sem Sjúkratryggingar greiða eiga að standa undir rekstri hjúkrunarheimilanna en gera það ekki. Almennt eru þau rekin með halla sem sveitarfélög og sjálfseignarstofnanir eiga ekki peninga til að standa undir.