fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins kostaði hjúkrunarheimilin 450 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 07:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins kostaði hjúkrunarheimili landsins 312 milljónir til loka ágúst. Að auki töpuðu þau 140 milljónum króna vegna daggjalda sem þau fengu ekki þar sem færri innlagnir voru á heimilin.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í samantekt Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Fram kemur að ríkið hafi ekki viljað taka þátt í þessum kostnaði þótt það notist við eigin heilbrigðisstofnanir og gagnrýna forsvarsmenn stofnananna þetta.

Haft er eftir Gísla Páli Pálssyni, formanni SFV, að þessir peningar séu til hjá Sjúkratryggingum Íslands því gert hafi verið ráð fyrir því á fjárlögum að greitt yrði fyrir þessa daga.

Útlitið er slæmt fyrir þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Ástæðan er að smit hefur borist inn á fjögur hjúkrunarheimili en komust aðeins inn á eitt í fyrstu bylgjunni.

Þau daggjöld sem Sjúkratryggingar greiða eiga að standa undir rekstri hjúkrunarheimilanna en gera það ekki. Almennt eru þau rekin með halla sem sveitarfélög og sjálfseignarstofnanir eiga ekki peninga til að standa undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu