fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Lögreglumenn sagðir hafa lamið meðvitundarlausan mann ítrekað í höfuðið með kylfu – „Þetta var ógeðslegt, eins og í bíómynd“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 06:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír sjónarvottar segja að fjórir lögreglumenn hafi gengið allt of langt við handtöku þegar þeir handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði á mánudaginn. Lögreglumennirnir eru sagðir hafa lamið hinn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til maðurinn rotaðist.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.  „Þetta var ógeðslegt, eins og í bíómynd,“ hefur blaðið eftir einum sjónarvottanna sem vill ekki koma fram undir nafni. Hann lýsti því hvernig einn lögreglumannanna beitti piparúða á manninn og að annar lögreglumaður hafi slegið hann ítrekað í höfuðið með kylfu, allt þar til maðurinn rotaðist og féll á jörðina.

Stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði staðfesti við Fréttablaðið að til átaka hafi komið á milli lögreglumanna og manns sem var grunaður um vörslu fíkniefna og sagðist vera smitaður af COVID-19. Kallað hafi verið eftir svokölluðum COVID-bíl lögreglunnar vegna þessa.

Sjónarvottar segja að lögreglumenn hafi brotið rúðu í bíl mannsins og upp úr því hafi átök brotist út. Einn lögreglumannanna er sagður hafa beitt piparúða, annar hafi fengið úða í augun og hafi sveiflað kylfu sinni og lamið manninn ítrekað í höfuðið. Hann hafi fallið í fang lögreglumanns og síðan á götuna. Segir sjónarvotturinn að allir lögreglumennirnir fjórir hafi síðan haldið áfram að berja manninn eftir að hann missti meðvitund.

Segja þeir að blætt hafi úr höfði hans og hann hafi legið meðvitundarlaus um stund í eigin blóði. Eða þar til COVID-bíllinn kom en þá hafi lögreglumenn borið hann inn í bílinn.

Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu staðfestir að kvörtun hafi borist í tengslum við handtökuna og að málið sé til skoðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“