fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Myrti unnustu sína – Áverkar í andliti komu upp um hann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 05:20

Ellie Gould

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Ellie Gould, 17 ára, opnaði útidyrnar heima hjá sér þann 3. maí á síðasta ári fyrir fyrrum unnusta sínum, Thomas Griffiths, hafði hún ekki hugmynd um að hennar síðasta stund var runnin upp. Hún hafði slitið sambandinu við hann daginn áður. Óhætt er að segja að þessi 18 ára maður hafi tekið því illa.

Þegar Ellie opnaði réðst Thomas á hana og tók hana hálstaki, því næst stakk hann hana 13 sinnum með hníf. Það var faðir Ellie sem fann hana látna en fjölskyldan bjó í Wilshire á Englandi. Thomas var á síðasta ári dæmdur í 12,5 ára fangelsi fyrir morðið. Hann játaði að hafa orðið Ellie að bana en vildi ekki segja af hverju.

„Þetta nístir í hjartastað. Engin móðir ætti nokkru sinni að þurfa að halda í kalda hönd dóttur sinnar. Þetta er svo rangt. Þetta er hræðilegt,“

sagði Carole Gould, móðir Ellie, í samtali við The Sun.

Þessir áverkar komu upp um Thomas.

Thomas reyndi að leyna því að hann hefði verið að verki með því að reyna að láta líta út fyrir að Ellie hefði tekið eigið líf. Hann setti hnífinn í hönd hennar, notaði fingur hennar til að taka síma hennar úr lás og skrifa skilaboð til vinkvenna hennar.

Hann neitaði að vera viðriðinn málið þegar lögreglan yfirheyrði hann og sagðist ekki hafa verið nærri heimili Gould-fjölskyldunnar. En símagögn hans sýndu annað. Einnig komu þrjú merki á andliti hans upp um hann. Þegar lögreglan yfirheyrði hann sáust merkin vel og voru greinilega ný. Þau líktust klórförum að sögn Jim Taylor lögreglumanns sem sagði þau hafa verið eins og týpískir áverkar eftir einhvern sem reynir að verjast árás.

Eftir morðið ók Thomas út í skóg þar sem hann losaði sig við ýmislegt áður en hann fór aftur í skólann. Hann sendi því næst vinum sínum óhugnanleg skilaboð þar sem hann sagðist hafa klórað sig í andlitið vegna álags sem hann væri undir.

„Ég held að allir hafi tekið eftir því að ég hef verið mjög dapur að undanförnu og ég verð að segja ykkur af hverju. Ellie og ég erum hætt saman og ætlum að sjá hver staðan er að prófum loknum. Auk þess greindist faðir minn með krabbamein og amma mín var lögð inn á sjúkrahús vegna vandræða með hjartað. Ég hef verið svo stressaður að undanförnu að ég veit ekki hvernig ég á að takast á við þetta allt. Ég hef klórað mig í kringum hálsinn og þið eruð bestu vinir mínir og ég veit ekki hverja aðra ég get talað við,“

skrifaði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin