fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
Pressan

Prófessor segir að Danmörk geti orðið nýtt Wuhan

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 05:55

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar danska ríkisstjórnin tilkynnti á miðvikudaginn að aflífa eigi alla minka í minkabúum landsins vegna kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, brá mörgum í brún. Ástæðan fyrir þessum hörðu aðgerðum er að veiran getur og hefur borist úr minkum í fólk í stökkbreyttu formi. Þessi stökkbreyting veldur því að fólk myndar ekki mótefni gegn veirunni og hún gerir væntanleg bóluefni gegn henni einnig gagnslítil og í versta falli gagnslaus.

Þegar Josephine Fock, formaður Alternativet, heyrði þetta sagði hún:

„Við eigum á hættu að verða nýtt Wuhan. Þetta er ótrúlegt!“

Þar á hún við að Danmörk geti orðið upphafsstaður stökkbreytts afbrigðis af kórónuveirunni sem gæti í raun fært heimsbyggðina aftur á byrjunarreit í baráttunni við veiruna skæðu. Hans Jørn Kolmos, prófessor í örverufræði við Syddansk háskólann, tók í sama streng í viðtali við Århus Stiftstidene:

„Þetta er alþjóðlegt mál. Ef ekki er brugðist við eigum við á hættu að verða nýtt Wuhan. Við verðun skyndilega að senda skýrslur til WHO og þá byrjar þetta að vera hættulegt, þá erum við komin í allt aðra deild.“

Hann sagði hættu á að nýr heimsfaraldur geti hafist í Danmörku.

Stökkbreytta afbrigðið hefur fundist í 12 manns á Norður-Jótlandi. Kolmos gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki gripið nægilega fljótt inn í þegar ljóst var að stökkbreytt afbrigði af veirunni hafi orðið til í minkum. Hann sagðist telja að lóga hefði átt minkunum mun fyrr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trans kona send í fangelsi fyrir karlmenn

Trans kona send í fangelsi fyrir karlmenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona gæti verð á iPhone hækkað vegna tollastríðsins – Spá verulegum hækkunum

Svona gæti verð á iPhone hækkað vegna tollastríðsins – Spá verulegum hækkunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás