Ekki liggur fyrir hvort maðurinn er hermaður eða óbreyttur borgari en hann var ekki í einkennisbúningi. Í yfirlýsingu frá suður-kóresku herstjórninni kemur fram að rannsókn sé hafin á málinu til að komast að hver maðurinn er og hvernig hann hafi komist inn á hlutlausa svæðið og hvort hann hafi verið að flýja land.
Á síðustu tveimur áratugum hafa um 31.000 Norður-Kóreumenn flúið til suðurs en mjög fáir hafa farið yfir hlutlausa beltið. Flestir fara til Kína og þaðan í gegnum þriðja land til að komast til Suður-Kóreu, Taíland verður oft fyrir valinu.
Fyrir tveimur árum tókst norður-kóreskum hermanni að flýja yfir hlutlausa beltið til suðurs en ári áður var annar skotinn af félögum sínum þegar hann reyndi að komast til suðurs.