fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ný rannsókn – Kórónuveiran getur falið sig fyrir ónæmiskerfinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 07:00

COVID-19 sýni rannsökuð. Mynd:EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar benda til að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, geti falið sig fyrir ónæmiskerfi líkamans. Það getur þá skýrt af hverju smitað fólk veikist skyndilega mjög mikið.  Þetta getur einnig skýrt af hverju margir smitaðir eru einkennalausir og finna ekki fyrir neinu.

TV2 skýrir frá þessu. Haft er eftir Rune Hartmann, prófessor við Árósaháskóla, að rannsóknin bendi til þess að SARS-CoV-2 veiran, veiran sem veldur COVID-19, búi yfir eiginleikum sem gera að verkum að ónæmiskerfið uppgötvar hana ekki og byrjar því ekki að berjast gegn henni um leið og hún berst inn í líkamann. Hartmann vann að rannsókninni.

Það getur haft mikil áhrif á sjúkdómsferlið ef ónæmiskerfið greinir veiruna ekki strax.

„Það er ljóst. Það er eins og með eld, þeim mun seinna sem hann uppgötvast, þeim mun erfiðara er að slökkva hann. Þetta gefur veirunni forskot,“

er haft eftir Hartmann.

Hann sagði einnig að þegar veira leynist fyrir ónæmiskerfinu þá sé erfitt að berjast gegn henni með sóttkví smitaðra.

„Þetta þýðir að það er mjög erfitt að fá sóttkví til að virka. Fólk getur verið lengi á ferðinni án þess að vita að það er smitað,“

sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin