fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Skelfileg uppgötvun í Danmörku – Getur sent heimsbyggðina aftur á byrjunarreit með kórónuveirufaraldurinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 05:39

Minkar í dönsku minkabúi. Mynd: EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin tilkynnti á fréttamannafundi í gær að allir minkar í minkabúum landsins skuli aflífaðir. Þetta er gert þar sem kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hefur borist í mörg bú og sýkt dýr. Fram að þessu hafa minkar, í búum þar sem smit hafa komið upp, verið aflífaðir og í öllum minkabúum í um 8 km radíus frá búi með smiti. En nú gildir einu hvort smit hefur komið upp, öllum dýrunum verður lógað og hræin brennd.

Ástæðan er að samkvæmt minnisblaði frá dönsku smitsjúkdómastofnuninni kemur fram að COVID-19 smit sem berst í fólk úr minkum getur stökkbreyst og hugsanlega orðið til þess að væntanleg bóluefni gegn veirunni verði óvirkt. Minnisblaðið var sent ríkisstjórninni á þriðjudaginn.

Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá hafa rannsóknir sýnt að kórónuveira, sem barst í tólf manns á Norður-Jótlandi úr minkum, hafi stökkbreyst svo mikið að hún geti ógnað virkni væntanlegra bóluefna. Stökkbreytingin olli því að fólkið myndaði ekki mótefni gegn veirunni. Það getur dregið úr virkni væntanlegra bóluefna eða í versta falli gert þau gagnslaus.

Nú þegar er búið að aflífa 1,5 milljónir minka en samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar verður öllum 15-17 milljónum minka í minkabúum landsins nú lógað.

Á fundinum sagði heilbrigðisráðherrann, Magnus Heunicke, að stökkbreytingar veirunnar ógni baráttu heimsins gegn veirunni.

„Rannsóknir hafa sýnt að stökkbreytingarnar geta haft áhrif á væntanleg bóluefni gegn COVID-19. Þetta er ógn við þróun bóluefna gegn kórónuveirunni. Þess vegna er mikilvægt að við bregðumst við hér innanlands,“

sagði hann.

Einnig verður gripið til hertra sóttvarnaaðgerða á Norður-Jótlandi, þar sem flest sýktu minkabúin eru, og verður tilkynnt um hertar aðgerðir í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið