fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Pylsukóngurinn drepinn með lásboga – Óvæntar vendingar í rannsókn málsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 06:06

Vladimir Marugov. Mynd:Samfélagsmiðlar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski pylsukóngurinn Vladimir Marugov var myrtur á mánudagsmorguninn þegar þjófar brutust inn á heimili hans, bundu hann og konu, sem var hjá honum, og kröfðust þess að fá peninga. Þeir skutu Marugov síðan til bana með lásboga.

The Guardian skýrir frá þessu. Marugov var umsvifamikill í rekstri kjötvinnslufyrirtækja og var oft kallaður „pylsukóngurinn“.

Konunni tókst að sleppa frá ræningjunum og hafa samband við lögregluna. Marugov var látinn þegar fyrstu lögreglumennirnir komu á vettvang.

Lögreglan segir að lásboginn, morðvopnið, hafi fundist á vettvangi. Ræningjarnir flúðu af vettvangi í bíl. Hann fannst síðar í úthverfi Istra, sem er bær nærri Moskvu.

Í fyrradag tók rannsókn málsins síðan óvænta stefnu. Þá gerði lögreglan húsleit á heimili eins hinna grunuðu en þar var sá grunaði ekki en hins vegar var eldri maður þar og var hann handjárnaður við rúm. Lögreglan segir að honum hafi verið haldið föngnum og neyddur til að skrifa undir framsal á íbúð sinni til annarra án þess að greiðsla kæmi fyrir. Þetta bendir að mati lögreglunnar til að skipulögð glæpasamtök standi á bak við bæði morðið á Marugov og yfirtöku íbúðarinnar.

Lögreglan hefur handtekið tvo menn vegna málsins en einn gengur laus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland