Hann lét þessi ummæli falla eftir að borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, hafði hvatt til þess að litlar bókaverslanir og aðrar minni verslanir verði opnaðar á nýjan leik til að hægt sé að halda efnahagslífinu gangandi og sjá til þess að eitthvað gerist félagslega.
Véran telur hins vegar allt of mikla áhættu felast í að opna þessar verslanir en umfangsmiklar lokanir eru nú í gildi í Frakklandi vegna heimsfaraldursins. Smithlutfallið í París er mjög hátt og vill ríkisstjórnin gera allt sem í hennar valdi stendur til að bæta ástandið.
Alls hafa rúmlega 37.000 látist af völdum veirunnar í Frakklandi. Á mánudaginn greindust 52.518 smit sem er metfjöldi á einum degi fram að þessu.