fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Pressan

Öfgasinnaður íslamisti framdi hryðjuverkið í Vín

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 05:41

Lögreglumenn að störfum í nótt. Mynd: EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, hélt fréttamannafund fyrir stundu þar sem hann sagði meðal annars að hryðjuverkamaðurinn, sem lögreglan skaut til bana í gærkvöldi, hafi verið með sprengjubelti og hafi verið stuðningsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið. Hann var þungvopnaður að sögn ráðherrans.

Hann sagði einnig að talið væri að fleiri hafi verið að verki og að þeirra sé nú leitað. Lögreglan hefur nú þegar gert húsleit á heimili þess sem var skotinn og lagt hald á sönnunargögn. Árásir voru gerðar á sex stöðum í miðborginni.

„Að minnsta kosti einn íslamskur hryðjuverkamaður réðst á okkur í gær,“

sagði hann á fréttamannafundinum að sögn Sky News. Hann staðfesti einnig að þrír almennir borgarar hefðu látist og að fimmtán hefðu særst, sumir alvarlega.

Uppfært klukkan 07:07

Staðfest hefur verið að einn til viðbótar sé látinn. Fjórir almennir borgarar létust því í árásunum og einn hryðjuverkamannanna var skotinn til bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Pressan
Í gær

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei