Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út reglugerð um takmarkanir í skólastarfi vegna kórónuveirufaraldursins. Börn sem eru fædd fyrir árið 2011 þurfa að bera grímu þar sem tveggja metra reglunni verður ekki komið við. Hólfaskipta þarf skólahúsnæði í mörgum tilvikum en tveggja metra reglan gildir ekki í leikskólum og fjórum yngstu bekkjum grunnskóla.
Í leikskólum mega ekki fleiri en 50 börn vera í hverju hólfi. Börnin eru undanþegin tveggja metra reglunni en starfsfólk skal gæta að henni sín í milli. Starfsfólk skal bera andlitsgrímur þegar tveggja metra reglunni er ekki við komið.
Sömu reglur og í leikskólum gilda fyrir börn í 1. til 4. bekk grunnskóla. Þau eru undanþegin 2ja metra reglunni og mega vera 50 mest í hverju sóttarnahólfi.
Nemendur í 5. til 10. bekk mega vera 25 í hverju hólfi en verða að fylgja 2ja metra reglunni. Þar sem ekki er hægt að uppfylla fjarlægðarmörkin skal nota andlitsgrímur. Þetta gildir um starfsfólkið líka.
Gæta skal þessa að nemendahópar blandist ekki.
Fyrstu bekkir framhaldsskóla mega hafa 25 manns í rými í skyldufögum ef hægt er að halda 2ja metra reglu.
Í framhaldsskólum almennt gildir 10 manna hámark, 2ja metra regla og grímuskylda.
Íþróttastarf og tómstundastarf barna og unglinga er óheimilt.