fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Stjörnuvitlaust veður í kortunum

Heimir Hannesson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 12:54

mynd/skjáskot vedur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuvitlaust veður er í spákortum fyrir morgundaginn, þriðjudaginn 3. nóvember.

Gert er ráð fyrir norðvestan stormi um á Suður-, Suðaustur og Austurlandi frá og með 8 í fyrramálið og um klukkan 10 verður á svæðinu frá Öræfajökli og að Höfn í Hornafirði óveður af verstu gerð. Má gera ráð allt að 40 metrum á sekúndu undir jökli og ívið hvassari hviðum. Ekki er að vænta mikillar úrkomu með óveðrinu.

Eftir því sem líður á þriðjudaginn þokar storminum út á haf en á aðfaranótt miðvikudags tekur aftur að hvessa, þá vestan til og úr sunnanátt.

Sunnanstormurinn snýr sér svo snemma á miðvikudag í suðaustansudda og færir sig austur á land. Hlýnar með sunnanáttinni eins og venja er fyrir og fylgir henni mikil úrkoma, einkum sunnan og suðvestan til.

Gular viðvaranir eru þegar í gildi fyrir allt Suðausturland, Austurland, Norðurland eystra og miðhálendið. Verða þær allar í gildi í einu á þriðjudagsmorgun. Ekki hafa verið gefnar út neinar litakóðaðar viðvaranir fyrir miðvikudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Í gær

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Í gær

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld hafin yfir konu sem sökuð er um að stela yfir 8 milljónum af Grunnskólanum á Þórshöfn

Réttarhöld hafin yfir konu sem sökuð er um að stela yfir 8 milljónum af Grunnskólanum á Þórshöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja stoppa áfengissölu á íþróttaviðburðum – „Fyrirmyndir í stúkunni séu líka til fyrirmyndar“

Vilja stoppa áfengissölu á íþróttaviðburðum – „Fyrirmyndir í stúkunni séu líka til fyrirmyndar“