fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Martraðir og ofskynjanir – Veruleiki COVID-19 smitaðra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 05:26

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúklingar, sem eru alvarlega veikir af COVID-19 og þurfa að vera í öndunarvél, eiga á hættu að fá alvarlegar martraðir og ofskynjanir. Þeir fá fleiri matraðir og ofskynjanir en aðrir sjúklingar.

Þetta sagði Karin Samuelsson, dósent við læknadeild háskólans í Lundi, í samtali við Sænska ríkisútvarpið.

„COVID-sjúklingar fá fleiri martraðir og ofskynjanir en aðrir sjúklingar. Ástæðan er sá langi tími sem þeir eru á gjörgæsludeildum og að þeir fá sterkari lyf og að við neyðumst stundum til að stöðva öndun þeirra til að öndunarvélarnar virki,“

sagði hún og bætti við að tveir þriðju hlutar COVID-19-sjúklinga glími við martraðir en það sama eigi við um þriðjung sjúklinga sem eru lagðir inn á gjörgæsludeildir af öðrum ástæðum en með COVID-19 smit.

Alvarlega veikum COVID-19-sjúklingum er haldið sofandi án náttúrulegra draumfara en sjúkdómurinn hefur áhrif á líkamann og heilann. Það getur, í samblöndun við annasamt sjúkrahúsumhverfið þar sem slöngur eru tengdar við líkamann, aukið ótta sjúklinganna við að deyja. Einnig getur fjarvera náinna ættingja orðið til þess að sjúklingarnir fá martraðir að sögn Samuelsson.

Martraðirnar verða svo ofsafengnar hjá sumum sjúklingum að þeir byrja að fá ofskynjanir og eiga erfitt með að greina á milli drauma og raunveruleikans.

„Draumarnir eru mjög öflugir og eru oft endurteknir. Þetta getur valdið ofsóknarkenndum ranghugmyndum um að starfsfólkið vinni gegn þeim. Það getur valdið miklum vandræðum,“

sagði Samuelsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift