fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – „Þú laðar að þér peninga þessa viku. Stöðuhækkun, atvinnutækifæri“

Fókus
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 01.11. – 07.11.

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú ert varla búin/n að skera út graskerið þegar þú ert farin/n að huga að þakkargjörðarhátíðinni. Alltaf svo hugulsöm/samur að plana fyrir þig og þína og nennin/n við að hugsa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Mundu bara að skilja eftir tíma fyrir þig í þessu fína prógrammi þínu.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Markmið vikunnar er að hafa gaman! Lífið hefur verið aðeins of fullorðins upp á síðkastið. Ekki ólíklegt að þú endir vikuna á mjög metnaðarfullum HallóVín-búningi sem endar í góðu kojufylleríi með þinni/ínum nánasta.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Þú nennir ekki miklu þessa vikuna, hugsar um gömlu góða unglingsárin þegar þú varst bæði kærulaus og ábyrgðarlaus og bólan á enninu á þér var stærsta vandamálið. Vertu þessi unglingur þessa vikuna, það verður nóg að gera hjá þér í þeirri næstu

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Endurnærð/ur eftir nokkurra daga frí og tilbúin/n í slaginn. Ótrúlegt hvað nokkrir dagar frá daglegu amstri geta sett hlutina í samhengi. Nýjar hugmyndir og drifkraftur fylla vikuna þína, sem gefur þér aukið sjálfstraust.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Vinnuþreyta einkennir þessa viku. Nú er góður tími til að staldra við og hugsa hvort og hvaða breytingar gætu hjálpað þér til að líða betur á vinnustaðnum. Vinnan spilar svo stórt hlutverk í lífi manns að það er eins gott að maður njóti sín þar.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Þú laðar að þér peninga þessa viku. Stöðuhækkun, atvinnutækifæri… Hvort sem það er, máttu gera kröfur og vita vægi þitt. Taktu tíma til að hugsa málið til enda áður en þú skrifar undir eitthvað eða samþykkir skilmálana.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Þú þarft ekkert að óttast. Einhvern veginn mun allt koma heim og saman og málin leysast á ótrúlegan hátt. Stjörnurnar eru þér hliðhollar og munu sjá til þess að allt gangi upp. Andaðu því rólega og treystu, þú ert í góðum höndum.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Þegar maður stendur í vegi fyrir sjálfum sér þá er það mögulega innri viskan að reyna segja manni eitthvað. Hlustaðu á þessi skilaboð. Þú veist alveg svarið. Þú þart bara að gefa þér góðan tíma til þess að hlusta á þetta innsæi.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Já, það er of snemmt að byrja að hlusta á jólalög, elsku Bogmaður! En auðvitað á maður að gera allt sem bætir líðan manns og kætir. Þannig að ef þú lofar að hlusta á þau í laumi og þvinga jólalögin ekki upp á neinn annan, þá verður vikan þín fín.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

„Help me help you!“ Þú hefur einhverjar hugmyndir sem þig dauðlangar að framkvæma en veist ekki hvar þú átt að byrja. Heyrðu í fólkinu þínu, kallaðu saman teymi, biddu um leiðsögn og sjáðu hvort það komi ekki einhverju af stað.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Það má skipta um skoðun og þú þarft ekkert að útskýra það nánar fyrir neinum. Vikan þín fer í þá fögru æfingu að vera sama um hvað öðrum finnst. Veldu það sem er best fyrir þig á þessari stundu.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Innri ró og ný rútína einkenna þína viku. Þú finnur breytingu innra með þér og ert spennt/ur fyrir komandi tímum. Vikan fyllir þig af tilhlökkum og von. Þetta verður einstaklega björt vika hjá flæðislega fisknum okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss