fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Valur biðst afsökunar – „Ekki í anda Vals né í samræmi við tilmæli yfirvalda“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Pétur Jónsson, formaður stjórnar Knattspyrnufélagsins Vals, hefur sent út yfirlýsingu fyrir hönd félagsins vegna fagnaðar sem átti sér stað í húsakynnum félagsins á föstudag. Umræddur fögnuður átti sér stað hjá karlaliðinu í kjölfar þess að liðið varð Íslandsmeistari.

433 fjallaði um umræddan fögnuð í gær, en þar voru sóttvarnarreglur botnar.

Valur biðst afsökunar á fögnuðinum og segir hann ekki í anda félagsins, sem beri þó fulla ábyrgð.

Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan:

„Knattspyrnufélagið Valur vill biðjast afsökunar á þeim fögnuði sem fram fór í húsakynnum Vals í kjölfar frétta um að karlalið Vals hefði orðið Íslandsmeistarar 2020. Fögnuðurinn var ekki í anda Vals né í samræmi við tilmæli yfirvalda. Valur ber fulla ábyrgð á þessari samkomu og harmar að hún hafi farið fram. Knattspyrnufélagið Valur hefur yfirfarið verkferla sína í kjölfarið til að tryggja að unnið sé í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis og yfirvalda. Þá vill Knattspyrnufélagið Valur nýta þetta tækifæri og óska kvennaliði Breiðabliks til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Við viljum hvetja alla landsmenn til að standa saman við að ná fullri stjórn á Covid veirunni svo líf okkar allra geti orðið eðlilegra að nýju og landsmenn geti á ný farið að stunda skipulagðar íþróttir, öllum til heilla.

f.h. stjórnar Knattspyrnufélagsins Vals
Árni Pétur Jónsson, formaður“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Látinn fara vegna ógeðfelldra ummæla í beinni útsendingu – „Myndi frekar negla nagla í gegnum typpið á mér“

Látinn fara vegna ógeðfelldra ummæla í beinni útsendingu – „Myndi frekar negla nagla í gegnum typpið á mér“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim fullyrti að blaðamaður væri að reyna að tengja þessi tvö atvik saman

Amorim fullyrti að blaðamaður væri að reyna að tengja þessi tvö atvik saman
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skora á Kristrúnu Frosta og hennar stjórn að taka upp veskið – Setja 125 milljónir í verkefnið en umsóknir eru um 650 milljónir

Skora á Kristrúnu Frosta og hennar stjórn að taka upp veskið – Setja 125 milljónir í verkefnið en umsóknir eru um 650 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool með níu og hálfan fingur á titlinum eftir sigur í kvöld

Liverpool með níu og hálfan fingur á titlinum eftir sigur í kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Antony sleppur við leikbann eftir rautt spjald

Antony sleppur við leikbann eftir rautt spjald
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sölvi og Guðmar til reynslu hjá Ronaldo

Sölvi og Guðmar til reynslu hjá Ronaldo
433Sport
Í gær

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra

Tilkynna andlát 19 ára drengs – Naut vinsælda og virðingar meðal allra
433Sport
Í gær

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal