fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Sakar þríeykið um hræðsluáróður – „Kom eitt­hvað yfir þetta blessaða og ann­ars ágæta fólk okk­ar?“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 31. október 2020 09:00

Þríeykið, Víðir, Þórólfur og Alma. Mynd:

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaup­sýslumaðurinn og stjórn­málarýn­irinn Ole Ant­on Bieltvedt fer hörðum orðum um hið svokallaða þríeyki í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hann segir það standa fyrir vafasömum fullyrðingum og hræðsluáróðri.

Í pistli sínum er Ole í raun að svara pistli þríeykisins sem birtist í Fréttablaðinu þann 15. októ­ber. Fyrst um sinn segist hann hafa staðið með þeim, en það hafi breyst síðasta ágúst

„Ég stóð með þeim lengi vel en leiðir skildi fyrst þegar þau hvöttu til „lok­un­ar“ landamæranna, sem tók gildi 19. ág­úst og engu góðu hef­ur skilað, bara illu, og nú með þess­ari grein breikkaði bilið enn frek­ar því ég tel að nú hafi þríeykið illu heilli farið út fyr­ir ramma þess sem satt er og rétt.“

Ole heldur því til að mynda að veiran sé veikari en áður og það sannist því færri hafi farið á gjörgæslu og dánartíðnin sé lægri en áður.

Í grein­inni [Þríeykisins] seg­ir m.a.: „Þá er hugs­an­legt að veir­an veikist með tím­an­um líkt og gerðist í spænsku veik­inni þó að enn séu eng­in merki um slíkt.“

Því miður eru þessi loka­orð staðlaus­ir staf­ir og illskilj­an­legt að gott fólk skuli láta svona rangfærsl­ur frá sér fara.

Staðreynd­in er, eins og land­lækn­ir staðfesti á upp­lýs­inga­fundi 24. sept­em­ber sl., að í fyrri bylgju sl. vor varð að leggja 7% þeirra sem smituðust inn á spít­ala en nú aðeins 2%.

Í fyrri bylgju voru 13-15 manns í senn í gjör­gæslu en nú mest fjór­ir, auk þess sem þá lét­ust 10 en nú í ann­arri bylgju aðeins einn.

Auðvitað hef­ur því veir­an stór­lega veikst!

Dán­artíðni er vita­skuld skýr­asti og besti mæli­kv­arðinn á hættu og skaðsemi sjúk­dóms, á sama hátt og fjöldi smita einn sér hef­ur lítið gildi, einkum ef þeir sem smit­ast – hér alla vega helming­ur­inn nú – finna ekki fyr­ir veik­ind­um; vita ekki að þeir eru veik­ir.

Covid-dán­artíðnin nú, sam­an­borið við í vor, er sem sagt 1 á móti 10. Svipuð þróun hef­ur orðið um alla Vest­ur-Evr­ópu.“

Þríeykið hefur ekki líst yfir miklum áhuga á því að ná upp hjarðónæmi, en það segi Ole að sé „yfirkeyrður hræðsluáróður.

„Það tek­ur þó út yfir all­an þjófa­bálk í þríeyk­is­grein­inni þegar þau stilla því upp hvað myndi ger­ast ef stefnt yrði á hjarðónæmi.

Þar full­yrðir þríeykið – fyr­ir mér úr lausu lofti gripið og án raun­veru­legr­ar þekk­ing­ar vitn­eskju eða raka; við erum hér að tala um eitt­hvað sem kynni að ger­ast við ein­hverj­ar aðrar nú óþekkt­ar aðstæður – að þá myndu 7.000 ein­stak­ling­ar þurfa inn­lögn á sjúkra­hús, 1.750 þyrftu að fara í gjör­gæslu og 660 myndu lát­ast.

Og að því litla leyti sem þau hafa ein­hver raun­veru­leg viðmið, þá eru þau við það sem gerðist í mars-apríl fyr­ir hálfu ári en ekki við þann raun­veru­leika sem nú er og er veru­lega ann­ar. Hér er um tí­fald­an mis­mun að ræða. Vart heiðarleg vinnu­brögð það.

Kom eitt­hvað yfir þetta blessaða og ann­ars ágæta fólk okk­ar? Hvernig get­ur það látið svona ógrundaðan hræðslu­áróður frá sér fara?“

Að lokum fullyrðir Ole að hin svokallaða þriðja bylgja sé í raun „hálfgert rugl“, en að hans mati eru bylgjurnar einungis tvær. Hann segir „ruglið“ um þriðju bylgjuna dæmigert fyrir umræðuna sem nú sé í gangi í samfélaginu, sem er að hans mati óvönduð og hræðsludrifin.

„Tal um þriðju bylgj­una hér er tal þeirra sem fátt skoða og lítið vita. Ef nú er þriðja bylgj­an, hvenær var þá önn­ur bylgj­an? Ef línu­rit um smitþróun fyr­ir Ísland er skoðað sést fyrsta bylgjan rísa í mars-apríl, svo kem­ur í raun öldu­dal­ur apríl-sept­em­ber, reynd­ar með smá gárum í ág­úst, en svo rís önn­ur bylgj­an í byrj­un sept­em­ber.

Mér er sagt að þriðja bylgj­an hafi orðið hér til við spurn­ingu blaðamanns til sóttvarnalæknis um hvort ekki mætti fara að tala um þriðju bylgj­una, sem hann virðist hafa jánkað bara si svona.

Í raun má segja að ruglið um þriðju bylgj­una hér sé dæmi­gert fyr­ir þá óvönduðu og oft tilfinninga- og hræðslu­drifnu umræðu sem hér er í gangi um Covid og nýt­ur fulls stuðnings já-og-amen-hers­ins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“