Haustið 2018 lét Kristinn Sigurjónsson, þáverandi lektor við Háskólann í Reykjavík (HR), þessi orð falla í spjallhópi á Facebook:
„Ég er svo hjartanlega sammála, það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi.“
DV greindi frá ummælunum í frétt og nokkru síðar var Kristinn rekinn frá skólanum.
Kristinn stefndi HR fyrir héraðsdóm þar sem hann krafðist þess að uppsögnin yrði dæmd ólögmæt og honum yrðu dæmdar skaðabætur. Héraðsdómur féllst ekki á að uppsögnin hefði verið ólögmæt og studdist þar við þá breytingu sem varð við sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, að þá giltu ekki lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna við skólana tvo heldur almenn löggjöf á sviði vinnuréttar.
Kristinn áfrýjaði málinu til Landsréttar. Í niðurstöðu Landsréttar segir: