fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Bandaríkin og Indland styrkja bandalag sitt gegn Kína

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 07:30

Indverskir hermenn nærri kínversku landamærunum. Mynd: EPA-EFE/STRINGER

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk og indversk stjórnvöld hafa ákveðið að styrkja samstarf sitt og standa saman gegn því sem Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir vera „ágengni“ Kínverja. Þetta sagði hann á fréttamannafundi í Nýju-Delí á þriðjudaginn þar sem löndin kynntu aukið varnarsamstarf sitt.

Pompeo og Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sögðu að hernaðarsamstarfið við Indland „yrði áfram hornsteinninn“ í samstarfi ríkjanna. Pompeo sagði að ríkin verði að vinna saman til „standa gegn þeirri ógn sem frelsi og lýðræði stafi af Kína“. Hann sagði kínverska kommúnistaflokkinn vera á móti lýðræði, réttarríkinu, gegnsæi og frjálsum viðskiptum.

„Það er mikið að gerast en lýðræðisríkin okkar tvö bindast böndum um að vernda íbúa sína og hinn frjálsa heim,“

sagði Pompeo eftir fundi með utanríkis- og varnarmálaráðherrum Indlands.

Mikil spenna hefur verið á landamærum Kína og Indlands á árinu. í júní voru 20 indverskir hermenn drepnir í átökum við kínverska hermenn en Kínverjar segja þá indversku hafa farið yfir landamærin og inn í Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut