The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að ástandi vistkerfa haldi áfram að hraka þrátt fyrir aðgerðir sem eiga að vernda þau. Tæplega helmingur fuglategunda þrífst vel, eða 47%, en það er fimm prósentustigum minna en 2015.
Haft er eftir Virginijus Sinkevicisu, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn ESB, að þetta sýni að við séum enn að tapa mikilvægum vistkerfum. Það þurfi nauðsynlega að standa við gefin loforð til að snúa þessari þróun við.
Stór hluti af ástæðunni fyrir þessu slæma ástandi er landbúnaður en samkvæmt landbúnaðarstefnu ESB er bændum verðlaunað fyrir mikla ræktun í stað þess að verðlauna þá fyrir aðgerðir sem vernda umhverfið. Það er því mun meiri þrýstingur á náttúruna en þær lausnir sem boðið er upp á geta staðið undir.