The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi sagt að maðurinn, sem er 29 ára, hafi verið „í transi“ eftir neyslu metamfetamíns og hafi byrjað að láta peningum rigna yfir vegfarendur.
Á upptökum á samfélagsmiðlum má sjá að umferðin um götuna stöðvaðist þegar fólk fór út úr bílum sínum og reyndi að fanga peningaseðlana.
Lögreglan sagði í yfirlýsingu að maðurinn sé í haldi og sé farinn í fíkniefnameðferð.