fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hæstiréttur hafnaði beiðni Trump um meðferð bréfatkvæða í Norður-Karólínu og Pennsylvania

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. október 2020 07:00

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði á miðvikudaginn beiðni frá Donald Trump, forseta, um að ekki megi framlengja þann tíma sem kjörstjórnin í Norður-Karólínu hefur til að taka við bréfatkvæðum í forsetakosningunum í næstu viku. Kjörstjórn ríkisins hefur ákveðið að bréfatkvæði, sem eru stimpluð í síðasta lagi 3. nóvember, verði talin með þrátt fyrir að þau berist ekki fyrr en að kosningum loknum og gildir það næstu níu daga eftir kosningarnar.

Kjörstjórnin rökstyður þennan frest með því að búast megi við seinkunum á afhendingu pósts frá bandarísku póstþjónustunni. Þessu reyndi Trump að fá hnekkt en án árangurs.

Clarence Thomas, Samuel Alito og Neil Gorsuch, sem allir eru íhaldssamir dómarar, tóku undir beiðni Trump en hinir fimm dómarar réttarins voru annarrar skoðunar. Níu dómarar sitja í hæstarétti en Amy Coney Barrett, sem var útnefnd dómari fyrir nokkrum dögum tók ekki þátt í afgreiðslu málsins því hún hafði ekki haft tíma til að setja sig inn í það að sögn talsmanns hæstaréttar.

Repúblikanar biðu einnig ósigur í öðru máli varðandi bréfatkvæði á miðvikudaginn en það snerist um ákvörðun kjörstjórnar í Pennsylvania um að framlengja frestinn til að taka við bréfatkvæðum til 6. nóvember. Pennsylvania er einnig sveifluríki og því óvíst um úrslit forsetakosninganna þar en báðir frambjóðendurnir vonast til að sigra þar eins og í Norður-Karólínu og þar með tryggja sér mikilvæga kjörmenn.

Skoðanakönnun frá Ipsos/Reuters frá því á miðvikudag sýnir að í Norður-Karólínu nýtur Joe Biden stuðnings 49% kjósenda en Trump 48%. Í Pennsylvania er Biden með 50% stuðning en Trump með 45%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið