„Við verðum að gera eitthvað við þessari ógn. Framtíð okkar og barnanna okkar veltur á því,“
segir hann í grein á vefsíðu CNN. Hann segist telja „fáránlega hættu“ stafa af kjarnorkuvopnum heimsins og sé hún meiri en hættan af COVID-19.
„Það er hægt að lagfæra mörg mistök en ekki kjarnorkustríð.“
Hann segist til dæmis hafa áhyggjur af að forseti Bandaríkjanna ákveði upp á eigin spýtur að beita kjarnorkuvopnum án þess að fá frekara samþykki fyrir því í stjórnkerfinu. Hann hefur einnig áhyggjur af að kjarnorkuveldi heimsins séu að nútímavæða vopnabúr sín þannig að þau geti geymt kjarnorkuvopn næstu áratugina í stað þess að vinna að fækkun kjarnorkuvopna.