fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Kjöraðstæður fyrir ríkið til lántöku erlendis

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 07:55

Er Seðlabankinn bara verkfæri í höndum Sjálfstæðisflokksins og útgerðarinnar?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjaldan eða aldrei hafa skilyrðin verið betri fyrir lántökur ríkissjóðs erlendis. Með því að senda skýr skilaboð um að ríkið muni sækja sér lánsfé út fyrir landsteinana væri hægt að slá á áhyggjur markaðarins af fjármagnsþörf ríkissjóðs. Með því skipta hluta af erlendu lánunum yfir í krónur myndi ríkissjóður styðja við gengi krónunnar.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag.

„Í sem stystu máli væri líklega skynsamlegt að stilla slíkri erlendri fjármögnun í hóf á heildina litið, en huga að henni fljótlega,“

er haft eftir Jóni Bjarka Bentssyni, aðalhagfræðingi Íslandsbanka.

Markaðurinn skýrði frá því í gær að óvíða í samanburðarlöndunum hefði  álíka vaxtahækkun ríkisskuldabréfa átt sér stað og hér á landi. Þessi vaxtahækkun varð til þess að Íslandsbanki ákvað að hækka vexti á íbúðalánum en hana má meðal annars rekja til óvissu um hvernig ríkið ætlar að fjármagna gífurlegan hallarekstur sinn á næstu árum.

Í mars boðaði Seðlabankinn að hann myndi kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða til að tryggja að lánsfjárþörf ríkisins myndi ekki þrýsta vöxtum upp. En bankinn hefur fram að þessu aðeins keypt ríkisskuldabréf fyrir um 900 milljónir.

Í gær skýrði Markaðurinn frá því að Seðlabankastjóri hafi að undanförnu talað fyrir því innan stjórnkerfisins og í samtölum við ráðherra að ríkið sæki sér lánsfé út fyrir landsteinana, vel á annað hundrað milljarða. Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára var opnað fyrir þann möguleika að fjármagna hallarekstur ríkissjóð með lántöku í erlendri mynt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur