fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Sjálfshjálpargúru dæmdur í 120 ára fangelsi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 18:00

Keith Raniere. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var Keith Raniere dæmdur í 120 ára fangelsi. Þessi sextugi sjálfshjálpargúru var meðal annars fundinn sekur um að hafa brennimerkt kynlífsþræla sína með upphafsstöfum sínum, mansal og kynferðislega misnotkun. Saksóknarar höfðu farið fram á að hann yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi en verjendur hans töldu 15 ára fangelsisdóm hæfilegan.

Raniere sýndi engin merki iðrunar, þvert á móti. Áður en dómurinn var kveðinn upp sögðu lögmenn hans að hann sæi ekki eftir því sem hann hefði gert.

Dómurinn er endapunkturinn er á áralöngum afhjúpunum á sjálfshjálparprógrammi Raniere, sem nefnist NXIVM. Þátttakendur greiddu mörg þúsund dollara fyrir að taka þátt í því. Það voru aðeins útvaldir aðilar sem fengu að taka þátt.

15 vitni komu fyrir dóm og skýrðu frá reynslu sinni af sjálfshjálparprógramminu og samskiptunum við Raniere.

„Þú ert enginn leiðtogi, mentor eða gúru. Þú ert lygari, sníkjudýr og svikahrappur,“

 var meðal þess sem vitnin sögðu um hann.

Meðal félaga í NXIVM voru Hollywoodstjörnur og milljónamæringar.

Sjálfshjálparprógramminu hefur verið lýst sem samansuðu af mismunandi sjálfshjálparaðferðum og ýmsum stefnum, til dæmis þeirri sem starfsemi Vísindakirkjunnar byggir á. Við hlið sjálfshjálparprógrammsins starfrækti Raniere hliðarverkefni sem aðeins konur fengu að taka þátt í. Sá hópur nefndist DOS og var skipt upp í „drottnara“ og „þræla“ og stýrði Raniere starfseminni sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið