Sky News skýrir frá þessu. Í grein sinni segir Bingham að aldrei í sögu læknisfræðinnar hafi verið beðið af jafn mikilli eftirvæntingu eftir bóluefni og nú. Hún segir einnig að „bólusetning sé almennt talin eina leiðin til að losna úr viðjum heimsfaraldursins“.
Hún hvetur einnig til þess að væntingum sé stillt í hóf og segir að hugsanlega muni bóluefnið ekki virka fyrir alla eða veita vörn mjög lengi.
„Við vitum ekki hvort við munum nokkru sinni fá bóluefni. Það er mikilvægt að vara við andvaraleysi og of mikilli bjartsýni,“
segir hún.
„Fyrsta kynslóð bóluefna mun líklega vera ófullkomin og við verðum að vera undir það búin að hún komi ekki í veg fyrir smit en muni frekar draga úr einkennum og muni jafnvel ekki virka lengi á alla.“