fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Tom Hagen neitar að ræða við lögregluna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 05:33

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í júní hefur norski milljarðamæringurinn Tom Hagen ekki viljað ræða við lögregluna og hefur neitað að mæta til yfirheyrslu vegna rannsóknar á hvarfi og morði á eiginkonu hans Anne-Elisabeth Hagen. Á laugardaginn verða tvö ár liðin frá því að Anne-Elisabeth hvarf frá heimili sínu. Ekkert hefur til hennar spurst síðan.

Samkvæmt frétt Dagbladet þá hefur lögmaður Hagen ráðlagt honum að mæta ekki til yfirheyrslu á nýjan leik. Það gerði hann í kjölfarið á handtöku Hagen en hann var handtekinn í apríl á þessu ári, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína eða að eiga hlut að máli hvað varðar hvarf hennar og morð. Lögreglan gengur út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt.

Síðustu samskipti lögreglunnar og Hagen voru þann 3. júní en þá mætti hann í samtal í höfuðstöðvum Kripos í Osló. Eftir það hefur hann ekki viljað eiga nein samskipti við lögregluna.

Dagbladet hefur eftir Agens Beate Hemiø, lögreglufulltrúa, að það sé réttur Hagen að mæta ekki í yfirheyrslur og það verði lögreglan að virða. Hún vilji þó yfirheyra hann á nýjan leik því það sé mikilvægt fyrir rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið