fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Björn Jónsson gefur út alræmda bók þar sem helförinni er afneitað – „Takk fyrir að hringja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. október 2020 16:25

Samsett mynd DV. Á myndinni er mynd af Birni Jónssyni, útgefanda hins umdeila rits.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alræmt rit sem gengur út á afneitun á því að helför gyðinga hafi átt sér stað er að koma út á íslensku. Bókin heitir „The Hoax of the Twentieth Century: The Case Against the Presumed Extermination of European Jewry“ og er eftir Arthur R. Butz.

Í kynningartexta bókarinnar í Bókatíðindum segir: „En hvað með þessa „Helför“? Heilar 6 milljónir manna myrtar á grimmilegan hátt í „gasklefum“…, er þetta nú ekki dálítið orðum aukið? Með vísindalegum vinnubrögðum hefst Arthur Butz handa við að rekja sig eftir atburðarás stríðsáranna en vísar jafnframt skjalafalsi, áróðri, ýkju- og skröksögum miskunnarlaust á bug og kemst loks að rökréttri niðurstöðu í bókarlok.“

Bókin er bönnuð í Kanada og Þýskalandi.

Útgefandi ritsins á Íslandi er maður að nafni Björn Jónsson. Hann er fæddur árið 1949. Björn rekur ferðaþjónustufyrirtækið Valferðir og á fátæklegri heimasíðu þess fyrirtækis er að finna símanúmer sem Björn svarar í. Er DV hafði samband við Björn staðfesti hann að hann væri útgefandi ritsins en vildi að öðru leyti ekki ræða við blaðamann. Óvenjulegt er að bókaútgefendur vilji ekki kynna útgáfuverk sín í fjölmiðlum.

Björn sagði að bókin væri ekki komin úr prentun en kannaðist við að hún væri væntanleg. DV spurði Björn hvort hann vissi ekki að verkið væri umdeilt og fordæmt af mörgum.

„Þú getur bara pælt í því sjálfur og farið á netið. Það kemur bara í ljós þegar hún kemur út.“

Þegar DV innti Björn eftir því hvað hefði fengið hann til að gefa þessa bók út sagði hann einfaldlega:

„Takk fyrir að hringja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti