Á sunnudaginn næsta byrjar rjúpnaveiðin fyrir alvöru en margir ætla til veiða á fyrstu dögunum en stofninn er óvenjulega rýr þetta árið eða 25 þúsund fuglar svo veiðimenn eru hvattir til að veiða hóflega eins og oft áður. Í fyrra var stofninn 75 þúsund fuglar.
,,Við ætlum bara stutt eða uppí Borgarfjörð. Hef heyrt um að menn hafi dregið aðeins úr að ferðast eitthvað langt núna,“ sagði skotveiðimaður sem var að gera sig klárann í vikunni. Og í sama streng tók yngri veðimaður sem sagðist vera spenntur hvernig veiðin myndi ganga í ár.
Veiða má 22 daga þetta árið og eru þeir allir í nóvember. Skotvís hefur farið fram á breytingar en talað fyrir mjög daufum eyrum. Það hefur ekkert verið hlustað á þá. Veðurfarið er gott þessa dagana og spáin er fín, þetta er eiginlega bara sumarblíða dag eftir dag. Þannig er það bara.
Mynd. Rjúpur í Breiðdal. Mynd G.Bender