„Lík, alls staðar, lík, lík,“ heyrist maðurinn segja á upptöku þar sem hann leiðir áhorfendur í gegnum anddyri og krufningarstofu en hún er nú notuð til að geyma lík. Myndbandið var tekið í Novokuznetsk í Síberíu.
Rússar glíma nú við aðra bylgju faraldursins eins og margar aðrar þjóðir. Í gær var tilkynnt um 17.347 ný smit í landinu. Í heildina hafa rúmlega 1,5 milljónir smitast. Í gær var tilkynnt um 219 dauðsföll af völdum COVID-19 en það var lægsta talan í nokkrar vikur en grunur leikur á að ekki sé skýrt rétt frá tölum og að þær geti verið allt að þrisvar sinnum hærri. Daily Mail skýrir frá þessu.
https://www.youtube.com/watch?v=zsqqgPuxZ9M&ab_channel=WorldCobra
Í myndbandinu segir heilbrigðisstarfsmaðurinn meðal annars að anddyrið sé fullt af líkum og sýnir líkpoka á gólfinu. Eitt lík er ekki í poka og liggur undir teppi og standa fæturnir undan því.
„Þú getur hrasað og dottið. Við göngum bókstaflega yfir höfuð hinna látnu.“
Yfirvöld í Kemerovo hafa staðfest að upptakan sé ófölsuð og segja að vegna fjölda dauðsfalla hafi þurft að geyma um 50 lík í húsinu.
Svipaðar upptökur hafa verið birtar frá öðrum stöðum í Rússlandi og af COVID-19 sjúklingum sem neyðast til að hafa við úti í kulda á meðan þeir bíða eftir að komast að hjá lækni.