Samkvæmt heimildarmanni DV hefur kviknað eldur í Rimahverfi. RÚV greinir enn fremur frá því að allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi verið sent í Stararima vegna eldsvoða í einbýlishúsi.
Samkvæmt frétt Vísis gengur slökkvistarf vel og er búið að slökkva allan yfirborðseld. Slökkvilið er áfram á vettvangi en tilkynning um eldsvoðann barst laust eftir kl. 20.
Blaðamaður DV náði meðfylgjandi myndum af vettvangi eftir að slökkvistarf var langt komið. Hann sá reyk á svölum hússins sem ekki sést á myndunum.