fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
433Sport

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. október 2020 18:00

Karólína Lea í landsleik (Mynd: Helgi Viðar)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Total Football segir að þrjár íslenskar knattspyrnukonur séu að vekja gríðarlega athygli hjá erlendum liðum þessa dagana. Áhuginn hafi kviknað eftir 1-1 jafntefli kvennalandsliðsins gegn Svíum í síðasta mánuði, liðin mætast aftur á morgun.

Sveindís Jane Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í Breiðablik og Hlín Eiríksdóttir í Val vekja mikla athygli þessa dagana. Allar hafa þær átt frábær sumar í efstu deild kvenna.

„Það var áhugi fyrir leikinn en eftir að honum lauk varð áhuginn verulega mikill. Það eru nokkur fjöldi liða í Svíþjóð sem vill fá Sveindísi og Karólínu,“ sagði umboðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson við sænska fjölmiðla.

Viðræðurnar eru ekki komnar langt á veg. „Það er verið að spyrja um stöðu þeirra og lengd samninga, mesti áhuginn er frá klúbbum í Noregi og Svíþjóð. Hlín Eiríksdóttir sem kom við sögu í síðari hálfleik er einnig að vekja mikla athygli.“

Sveindís Jane er í eigu Keflavíkur en hún hefur skorað 14 mörk í 15 leikjum með Breiðablik í sumar, Karólína hefur skorað fjögur mörk og Hlín hefur skorað ellefu mörk fyrir Val.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Salah segir að Slot hafi látið leikmennina heyra það

Salah segir að Slot hafi látið leikmennina heyra það
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umboðsmaðurinn staðfestir að hann spili áfram með félaginu

Umboðsmaðurinn staðfestir að hann spili áfram með félaginu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nefna sex leikmenn sem ættu að fá tækifæri með landsliðinu – Listinn mjög umdeildur

Nefna sex leikmenn sem ættu að fá tækifæri með landsliðinu – Listinn mjög umdeildur
433Sport
Í gær

Halldór tengir ekki við þessa umræðu – „Ég upplifi það ekki“

Halldór tengir ekki við þessa umræðu – „Ég upplifi það ekki“
433Sport
Í gær

Klárt hver tekur við af Edu hjá Arsenal

Klárt hver tekur við af Edu hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Óvænt spurð út í kynlífið með stórstjörnunni: Dugleg á hverjum degi – ,,Erum með mikið keppnisskap“

Óvænt spurð út í kynlífið með stórstjörnunni: Dugleg á hverjum degi – ,,Erum með mikið keppnisskap“
433Sport
Í gær

England: Watkins tryggði Villa stigin þrjú

England: Watkins tryggði Villa stigin þrjú