fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi í Danmörku í dag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. október 2020 07:45

Mörg erlend ríki stunda njósnir í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi í Danmörku í dag vegna vaxandi fjölda smita af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Í gær greindust 945 smit og hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi síðan faraldurinn hófst. Fjöldi smita hafði verið á uppleið nær alla síðustu viku og á föstudaginn var tilkynnt um hertar aðgerðir.

Frá og með deginum í dag mega aðeins 10 manns koma saman að hámarki en voru 50 áður. Undantekningar eru þó á þessu því hvað varðar félagsstarf barna og ungmenna upp að 21 árs aldri en þá mega 50 koma saman. Á íþróttakappleikjum mega vera 500 áhorfendur. Við útfarir utandyra mega nú 50 vera viðstaddir en voru 200 áður.

Verslunum og söluturnum er nú óheimilt að selja áfengi eftir klukkan 22. Einnig hefur bann við að veitingastaðir og barir hafi opið lengur en til klukkan 22 verið framlengt og gildir til 2. janúar.

Ríkisstjórnin mælist einnig til þess að fólk takmarki fjölda þeirra sem koma saman á heimilum við tíu. Þetta mun hafa áhrif á jólagleði Dana en þeir eru duglegir við að sækja jólaboð og hittast í desember. Einnig liggur ljóst fyrir að ekkert verður af hefðbundnum jólahlaðborðum landsmanna.

Á fimmtudaginn taka gildi reglur um notkun andlitsgríma og verður nú skylt að nota grímur á opinberum stöðum á borð við verslanir, verslanamiðstöðvar, bókasöfnum og í framhaldsskólum. Nemendur geta fengið ókeypis andlitsgrímur frá hinu opinbera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin