Jeffrey Katzenberg, sem var einn stofnanda Dreamwork Pictures, náði ásamt Meg Whitman að afla tveggja milljarða dollara frá fjárfestum fyrir tveimur árum þegar verkefnið fór af stað. Markmiðið var að búa til efnisveitu sem höfðaði til farsímanotenda. Hugsunin var að bjóða upp á stuttmyndir, 10 mínútur að hámarki, sem væru sérframleiddar fyrir farsíma.
Á fyrstu 90 dögunum var boðið upp á þessa þjónustu án endurgjalds og skráðu um tvær milljónir notenda sig en það voru miklu færri en reiknað hafði verið með. Þegar 90 daga tímabilinu lauk hættu um 90% áskrifendanna.
Variety segir að eftir aðeins sex mánuði í loftinu sé starfseminni lokið sem segir að samkvæmt tilkynningu frá Whitman hafi verið ákveðið að hætta starfseminni núna þrátt fyrir að nægt fé væri til til að halda rekstrinum áfram um langa hríð. Nú fái fjárfestar endurgreitt.