fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Telur að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið snemma á næsta ári

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. október 2020 07:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, telur að að bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, verði tilbúið í upphafi næsta árs og að hægt verði að bólusetja stóran hluta þýsku þjóðarinnar innan sjö mánaða.

Þetta sagði hann í samtali við Der Spiegel. Hann sagði jafnframt að Þýskalandi geti selt eða jafnvel gefið afgang af bóluefninu til annarra ríkja.

„Auðvitað er best ef bóluefnið getur komið í veg fyrir ný smit en það mun einnig hafa áhrif ef það veldur því að sjúkdómurinn verður mildari,“

sagði ráðherrann sem greindist sjálfur með COVID-19 í síðustu viku.

Bild segir að þýsk yfirvöld séu nú að undirbúa að hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni. Í bígerð er að koma upp 60 sérstökum miðstöðvum til að tryggja að bóluefnið verði geymt við réttar aðstæður. Fylkin eiga sjálf að hafa fundið slíka aðstöðu fyrir 10. nóvember.

Spahn sagði Der Spiegel að Þjóðverjar muni láta framleiða mun meira bóluefni en þeir hafa þörf fyrir og vænti þess að geta séð öðrum ríkjum fyrir bóluefni. Ekki hefur verið ákveðið hvaða þjóðfélagshópar fá fyrst bólusetningu annað en að heilbrigðisstarfsfólk verður í fyrsta forgangshópi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið