Þetta sagði hann í samtali við Der Spiegel. Hann sagði jafnframt að Þýskalandi geti selt eða jafnvel gefið afgang af bóluefninu til annarra ríkja.
„Auðvitað er best ef bóluefnið getur komið í veg fyrir ný smit en það mun einnig hafa áhrif ef það veldur því að sjúkdómurinn verður mildari,“
sagði ráðherrann sem greindist sjálfur með COVID-19 í síðustu viku.
Bild segir að þýsk yfirvöld séu nú að undirbúa að hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni. Í bígerð er að koma upp 60 sérstökum miðstöðvum til að tryggja að bóluefnið verði geymt við réttar aðstæður. Fylkin eiga sjálf að hafa fundið slíka aðstöðu fyrir 10. nóvember.
Spahn sagði Der Spiegel að Þjóðverjar muni láta framleiða mun meira bóluefni en þeir hafa þörf fyrir og vænti þess að geta séð öðrum ríkjum fyrir bóluefni. Ekki hefur verið ákveðið hvaða þjóðfélagshópar fá fyrst bólusetningu annað en að heilbrigðisstarfsfólk verður í fyrsta forgangshópi.