The Guardian skýrir frá þessu. Haft er eftir honum að til langs tíma litið þá muni veiran verða eins og aðrar veirur og fólk muni annað hvort verða bólusett gegn henni eða þá að það smitist viljandi af henni þegar það er ungt til að öðlast ónæmi.
Hann segir að við verðum að venjast því að veiran sé til staðar en það telur hann ekki ávísun á heimsendi þegar horft er fram á veginn.
„Ég vil vera bjartsýnn og segja að ég tel ekki að þessi veira sé svo óvenjuleg að hún muni útrýma okkur eða neyða okkur til að lifa eins og við gerum þessa dagana,“
sagði hann.
Þrátt fyrir að ekki hafi komið fram sannanir fyrir að fólk öðlist ónæmi að eilífu eftir að hafa smitast hefur Lehner ekki áhyggjur.
„Rúmlega 40 milljónir hafa smitast fram að þessu en aðeins fjórir í öllum heiminum hafa smitast aftur af veirunni,“
sagði hann.