Moli er hundur sem er heitt elskaður. Því miður er hann týndur og örvæntingarfullir eigendur hans leita hans ásamt hópi af fólki.
Moli slapp út heiman frá sér á Bjarkavöllum í Hafnarfirði í hádeginu síðastliðinn mánudag. Hann er ekki með ól. Mjög líklega er Moli dauðhræddur núna en eigendurnir gera sér vonir um að hann hafi komið sér einhvers staðar inn í skjól.
Síðast sást til Mola við Melabraut, á iðnaðarsvæði á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Hann er þar ekki að finna núna.
Eigendur Mola heita 150 þúsund krónum í fundarlaun til þess sem finnur Mola á lífi. Í auglýsingu hér að neðan má sá hvert skal hringja ef Moli finnst: