fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 23. október 2020 13:28

Hugrún Britta. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Hugrún Britta Kjartansdóttir var að gefa út sitt fyrsta tónlistarmyndband í dag.

Myndbandið er við lagið „Fly“ sem hún samdi ástamt hljóðmanninum Erik Sjöstedt í sumar. Hugrún Britta býr í Svíþjóð um þessar mundir og fékk Christoffer Silmon til liðs með sér við gerð myndbandsins.

„Lagið fjallar um fyrstu stelpuna sem ég varð ástfangin af. Við höfum verið vinkonur lengi og ég mun örugglega alltaf vera smá skotin í henni. En núna á ég kærasta sem ég er rosalega ástfangin af,“ segir Hugrún Britta í samtali við DV.

„Mér fannst þessi stelpa alltaf vera „of góð“ fyrir mig svo ég gerði í rauninni aldrei neitt í málinu. Núna er ég rosalega glöð yfir því að við séum bara vinkonur.“

Plata væntanleg

„Fly“ er fyrsta lagið sem Hugrún Britta gefur út af nýrri plötu, sem kemur út eftir nokkra mánuði.

„Platan heitir When I Close My Eyes og er um kynhneigð mína, ást, andleg áföll og hversu mikið það tók á mína andlegu heilsu að flytja ein til Svíþjóðar. Það eru mörg lög um erfiða hluti en lögin eru samt mjög „peppuð“ og gleðileg, sem mér finnst fyndið og kaldhæðnislegt,“ segir Hugrún Britta og bætir við að hún hafi uppgötvað ýmislegt um sig sjálfa við gerð plötunnar.

„Ég áttaði mig á að ég er flæðigerva (e. gender-fluid). Það þýðir, í mínu tilfelli, að ég er kona en samt líður mér stundum eins og ég sé hvorki kona né karl. Bara eitthvað annað. Að vera bæði kona og ekki alltaf kona hefur verið mjög skrýtin uppgötvun en þessi uppgötvun hefur svarað mörgum spurningum sem ég hef alltaf haft um sjálfa mig og gefið mér ró. Ég er ennþá að leita að svari og ég mun kannski ekki finna neitt eitt svar,“ segir hún og segist enn notast við kvenkyns fornöfn.

„Að vera flæðigerva gefur mér þann mátt að geta tekið á móti mér eins og ég er án þess að finna fyrir þeirri þörf að passa inn í karlkyns eða kvenkyns staðalímyndir sem ég hef alltaf átt erfitt með. Kannski mun það einhvern tímann breytast og þá á það líka að geta verið allt í lagi. Mér finnst vanta fleiri LGBTQ+ fólk í tónlistarheiminn og ég vil vera partur af breytingunni,“ segir hún.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco