fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Kári Stefánsson: „Félagi minn og fóstbróðir hann Huginn er týndur“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 23. október 2020 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, deildi í dag mynd af ketti. Kári biður fólk sem hefur séð köttinn að hafa samband við hann. „Félagi minn og fóstbróðir hann Huginn er týndur. Það er einmannalegt að sitja yfir kaffibolla og geta ekki rætt við hann heimspeki og vandamál líðandi stundar,“ skrifar Kári í athugasemd undir myndinni.

Kári gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila myndinni af kettinum áfram í von um að hann finnist. „Það er mjög erfitt að hafa ekki tækifæri til þess að ræða við þennan djúpvitra einstakling á morgnana,“ segir Kári í samtali við DV.

Þá skrifar Kári ljóð um ástandið í athugasemd undir myndinni. Það hljóðar svona:

Lífið út í Hróa hött

horfin sólin bjarta

er ég sit og syrgi kött

sorg í gömlu hjarta

Þeir sem hafa séð köttinn eða hafa upplýsingar um hann eru beðnir um að hafa samband við Kára í síma 869-3915.

Hér fyrir neðan má sjá myndina af kettinum:

https://www.facebook.com/karistefansson66/posts/10158561132074089

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“
Fréttir
Í gær

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar
Fréttir
Í gær

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur varar við: Heilt byggðarlag þurrkaðist út á einni nóttu – „Öflugir stormar munu verða tíðari“

Guðmundur varar við: Heilt byggðarlag þurrkaðist út á einni nóttu – „Öflugir stormar munu verða tíðari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona með tvíbura í stórhættu á lestarteinum

Kona með tvíbura í stórhættu á lestarteinum